Hvar er Borgarfjörður eystri?

Borgarfjörður er nyrstur Austfjarða, um 70 km frá Egilsstöðum (50 mín akstur). Farið varlega því það er ekki alveg bundið slitlag alla leið frá Egilsstöðum. Hér er yfirleitt sól og blíða nema þegar það er rigning og rok, þannig vertu við öllu búinn.

Þarf ég að kaupa miða á netinu?

Já ef þú vilt vera viss um að komast inn. Miðar eru keyptir á braedslan.is og eru miðar kóðaðir og skráðir inn í kerfið, kvittun gildir ekki sem aðgöngu miði, heldur einungis gildur miði.

Skipt er út miða í staðinn fyrir armband afhending armbanda fer fram í Félagsheimilinu Fjarðarborg á Borgarfirði eystra fimmtudaginn 27. Og föstudaginn 28. júlí frá kl. 16-19 báða dagana og frá kl. 13-17 laugardaginn 29. júlí.  Vinsamlegast framvísið miða og skilríkjum til að fá armband.

Athugið: aðeins útprentaðir miðar veita aðgang að tónleikunum, engar kvittanir!!!

Er hægt að fá miða endurgreiddan?

Nei, miði sem er keyptur á netinu fæst ekki endurgreiddur, en vissulega er hægt að selja öðrum miðann á kostnaðarverði.

Er aldurstakmark á tónleikana?

Nei, en við ætlumst til þess að gestir undir 18 ára aldri séu í fylgd forráðamanna.
Allir gestir 14. ára og eldri þurfa að kaupa miða, börn undir 14 ára aldri eru velkomin án endurgjalds með forráðafólki.

Má taka með sér drykki inn í Bræðsluna?

Já það hefur verið leyft í hófi en glerumbúðir eru stranglega bannaðar inni á tónleikasvæðinu.

Vantar ykkur fólk í vinnu?

Já og nei, en það eru miklir möguleikar á að redda sér skemmtilegri vinnu á Borgarfirði yfir þessa helgi. Best er að hafa samband við þá sem reka veitingastaðina. Þar þarf oft hjálp í gæslu, tiltekt og við afgreiðslu. Nánar á www.borgarfjordureystri.is.  Þá er ekki óliklegt að Slysavarnasveitin Sveinungi sé opin fyrir því að ráða ábyrga einstaklinga í sjálfboðavinnu við gæslu.

Hvernig er með gistingu á staðnum?

Flestir tónleikagestir gista í tjöldum, en gistipláss á hótelum og gistiheimilum er venjulega allt upppantað um vorið, en það sakar ekki að athuga hvort eitthvað sé laust á booking.com

Þarf ég að koma með nesti á Borgarfjörð?

Nei alls ekki. Hér flæðir allt í mat og drykk. Á staðnum eru þrír veitingastaðir og lítil dagvöruverslun. Veitingastaðurinn í Fjarðarborg er með nætursölu og svo opnar búðin snemma.

Á hátíðinni næsta sumar verður lögð sérstök áhersla á að kynna austfirsk matvæli fyrir gestum hátíðarinnar

Gildir miðinn á Bræðsluna líka á aðra viðburði á Borgarfirði?

Nei. Miðinn gildir á stóru tónleikana sem fara fram á laugardagskvöldi. Aðrir viðburðir eru ekki á vegum Bræðslunnar, heldur eru það veitingastaðir á staðnum sem sjá um þá.  Miðasala á þá viðburði verður kynnt þegar nær dregur, m.a. á www.borgarfjordureystri.is, á Facebook síðu Bræðslunnar og á þessari heimasíðu.

Hvernig á ég að haga mér?

Þú átt að haga þér vel, en í dúndrandi stuði og njóta alls þess sem er í boði, í sátt og samlyndi við náungann.   Bræðslan hefur alltaf farið vel fram og óskum við þess að svo verði áfram.  Stór hluti af sjarmanum við Bræðsluna er það góða samband sem skapast hefur milli hátíðargesta og heimafólks.

Öflug gæsla er á svæðinu og við vonum ávallt að hún þurfi lítið grípa inn í.

Hvað gerir maður fyrir tónleika á daginn?

Á Borgarfirði er ýmislegt hægt að skoða og upplifa. Söfn, sýningar og handverk er hér að finna og svo býður náttúra staðarins upp á allskyns útvistarmöguleika. Einnig er íþróttaaðstaðan frábær. Knattspyrnuvöllur og yfirbyggður gervigrasvöllur eru í þorpinu og einning fullkomið SPA og sjósundaðstaða. Nánar um allt þetta á www.borgarfjordureystri.is.

Er sundlaug á Borgarfirði?

Nei, því miður enda er ekki neinn jarðhita að finna á Borgarfjarðarsvæðinu. Góðar sturtur fyrir gesti er að finna á tjaldsvæðinu og svo hafa menn bara skellt sér í sjóinn eða tjarnir þegar veðrið er hvað best. Heitur pottur og spa fyrir 12 manns er á Blábjörgum en það er vissara að panta pláss þar í tíma.

Er Borgarfjörður rétt hjá Akranesi?

Já, en ekki Borgarfjörður eystri. Okkar Borgarfjörður er eystri en hinn og er því kallaður eystri. Við höfum heyrt af fólki sem hefur mætt í Borgarnes og ætlað á Bræðslutónleikana þar. Ekki gera það því það er bara heimskulegt og fást miðar ekki endurgreiddir komi þetta upp á. Skoðaðu kort ef þú er ennþá í vafa, en þau fást í allskonar búðum um allt land.  Þá er líka hægt að skoða nútímatól á borð við GoogleEarth og GoogleMaps!

 

X