Skilmálar miðakaupa

Með því að kaupa miða hjá okkur þá samþykkir þú einnig skilmála okkar
 • Réttar upplýsingar
  Vinsamlega athugaðu miðana þína, hvort réttar upplýsingar komi þar fram. Ekki er alltaf hægt að laga mistök við miðakaup eftirá.
 • Skilaréttur
  Eftir að þú hefur keypt miða hjá braedslan.is, í gegnum netið, hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu á miðanum hjá braedslan.is
 • Trúnaður
  Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
 • Afhending miða
  Allar miðar eru afgreiddir í gegnum tölvupóst. Viðskiptavinur mun fá staðfestingu í tölvupósti um að miðakaup hafi farið fram. Sýna þarf miða útprentaðan miða við afhendingu á armbandi. Miðar eru sendir út eftir staðfestingu á greiðslu.
 • Verð
  Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
 • Falli viðburður niður
  Ef dagsetning á viðburð fellur niður er eigendum miðanna boðin sömu sæti á aðra dagsetningu (ef aðrar dagsetningar eru í boði). Ef eigendur miðanna komast ekki á breytta dagsetningu er þeim boðin endurgreiðsla miða. Beiðnir um endurgreiðslu skulu berast braedslan.is eigi síðar en 28 dögum eftir dagsetningu viðburðar sem féll niður.
 • Takmarkaður fjöldi miða á ákveðna viðburði
  Á sérstaka viðburði geta kaupendur keypt takmarkaðan miðafjölda. braedslan.is áskilur sér þann rétt að ógilda miða keypta umfram þann fjölda.
 • Ábyrgð á eigum 
  Bræðslan tekur enga ábyrgð á einkamunum eiganda miða á meðan viðburði stendur.
 • Vímuefni
  Meðferð tóbaks og ólöglegra vímuefna er bönnuð á öllum viðburðum sem braedslan.is selur á nema annað komi fram.
 • Aldurstakmark
  Aldurstakmark á viðburði ræðst eftir útivistartíma barnaverndarlaga og lögum um vínveitingahús. Börnum yngri en 18 ára er óheimilt að dvelja inni á veitingastað, sem leyfi hefur til áfengisveitinga. eftir kl. 20:00 á kvöldin.
 • GreiðslaGreiðslur fara fram í getum Korta greiðslugátt og veitir örryggi með SSL.
 • Eigandi Braedslan.is
  Magnaðir ehf
  KT: 4811060280
  VSK: 99286
  Heimilisfang: Hafnastræti 97, 600 Akureyri
  Sími: 462-1111

Geymdu miðann/miðana þína á öruggum stað, eins og þú myndir geyma fjármuni eða aðra miða. Braedslan.is tekur ekki ábyrgð á óþægindum sem gætu hlotist vegna falsaðra eða afritaðra miða. Ef upp kemst um afritaða eða falsaða miða gæti ábyrgðarmaður viðburðar neitað öllum handhöfum miða inngangi á viðburð og krafist borgunar fyrir alla afritaða eða falsaða miða frá upprunalegum kaupanda. Dagsetning og tímasetning viðburða gæti breyst án fyrirvara.

 

Aldurstakmark

Spurning berist á midi@braedslan.is

 

X