Sumarið 2025 fagnar
Bræðslan 20 ára afmæli
Í tilefni afmælisins verða hátíðarhöld sérstaklega vegleg og bryddað verður upp á ýmsum nýjungum fyrir alla fjölskylduna.
Fylgist vel með á Instagram og Facebook
Kaupa MiðaBræðslan á Instagram

Bræðslan
Bræðslan er tónlistarhátíð, haldin af Borgfirðingum fyrir alla sem elska tónlist og vilja eiga notalega samverustund með fjölskyldu og vinum.
Bræðslan opnar dyr sínar eitt kvöld á ári, síðasta laugardagskvöldið í júlí, en í vikunni fyrir Bræðslu bjóða Borgfirðingar upp á ýmiskonar viðburði.
Tónlistin á Bræðslunni er ætlað að höfða til allra í fjölskyldunni. Bræðslan fagnar ungu tónlistarfólki í bland við eldri hetjur og allt í beinni á Rás 2 þar sem íslensk tónlist á heima.
Borgarfjörður eystra
Borgarfjörður eystra býður upp á glæsilegar gönguleiðir, einstaka fuglaskoðunaraðstöðu, fallega náttúru en líka fjölbreytt úrval veitinga- og gististaða, kaffhús, ölstofu og spa.
Á Bræðslunni líðst ekkert kjaftæði, allt ofbeldi og annar ófögnuður eru fordæmd og áhersla er á friðsæl samskipti íbúa Borgarfjarðar og gesti þeirra.
.png)

Styrktaraðilar
.png)


.png)