Tonleikar hefjast kl 19:30

 

Kæru Bræðslugestir
Þá styttist í að dyr Bræðslunnar opnist enn eitt árið, okkar frábæri undirbúningshópur hefur unnið hörðum höndum að því að standsetja húsið og í dag klárum við uppsetningu.
Við byrjum að afhenda armbönd til þeirra sem eiga miða kl. 16 í dag í Fjarðarborg og verðum þar til kl. 19.
Þar verðum við líka með frábæran Bræðsluvarning til sölu, nýja og glæsilega boli og húfur í ýmsum litum.
Afganginn af armböndunum afhendum við eftir kl. 15 á morgun við Bræðsluna. Við biðjum gesti að vera klára með miðana fyrir skönnun, rafrænt eða útprentaða.
Dagskráin á morgun er þétt, Leikhópurinn Lotta byrjar kl. 11 á fótboltavellinum, mæting í Druslugöngu kl. 12 við kirkjuna og fótboltamót hefst kl. 13.
Við hvetjum ykkur til að nýta ykkur fjölbreytta þjónustu á Borgarfirði, búðina, veitingastaðina, myndlistarsýningar, barina, afþreyinguna og allt hitt. Vinir okkar frá 66N verða á staðnum með stútfullan bíl af fallegum varningi á góðu verði.
Bræðslan sjálf opnar svo dyr sínar kl. 19 annað kvöld og fyrsta atriði stígur á stokk stundvíslega kl. 19:30.
Við biðjum ykkur að athuga að hundar eru ekki leyfðir á tónleikasvæðinu.
Skemmtum okkur fallega og njótum helgarinnar.