Facebook Bræðslan hvetur ykkur til að kynna ykkur Jóladaginn á Borgarfirði á laugardaginn, endilega kíkið í fjörðinn ef þið getið! Bræðslan hvetur ykkur líka til að kaupa borgfirskar vörur og gjafabréf í jólapakkann ef það er möguleiki. Ást og friður og hlökkum til að kynna fyrir ykkur frábæra Bræðslu næsta árs, takið 29. júlí 2023 frá í dagatalinu! 9 15. desember, 2022 SHOW IMAGE PLAY VIDEO Er komin Bræðsluvika? Ekki alveg, en samt ætla Magni & the Hafthors að telja í tónleika í Fjarðarborg hérna á Borgarfirði annað kvöld kl 22:00. Óskalög, ekkert ákveðið eins og venjulega og allt getur gerst. Komdu og upplifðu smá Bræðslufíling í nóvember á Borgarfirði. Næg tjaldsvæði 57 18. nóvember, 2022 SHOW IMAGE Mikil ánægja með Bræðsluna meðal gesta hennar Tónlistarhátíðin Bræðslan sem haldin er síðasta laugardag fyrir Verslunarmannahelgi ár hvert á Borgarfirði eystra fór fram í 17. skiptið sl. sumar. Til að heyra hug gesta hátíðarinnar til framkvæmdar og skipulags hátíðarinnar sendur forsvarsmenn hennar spurningalista á alla þá sem keyptu miða á hátíðina og niðurstöður hennar liggja nú fyrir. Þær voru kynntar á fundi með Ferðamálahópi Borgarfjarðar og fulltrúum frá sveitarfélaginu Múlaþingi á dögunum. Þáttaka í könnunnin fór langt fram úr væntingum en alls svöruðu 189 gestir, en um 1.000 manns hafa aðgang að tónleikunum ár hvert og uppselt hefur verið ár hvert síðan árið 2008. Svarendur voru beðnir að senda póst og kvitta fyrir þátttöku og úr þeim nöfnum voru valdir þrír svarendur af handahófi sem fá tvo miða hver á næstu Bræðslu. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að 99% þátttakenda segja viðhorf sitt til hátíðarinnar ýmist frekar eða mjög jákvætt, reyndar segja um 85% að viðhorf þeirra sé mjög jákvætt. Þá sögðu 94% svarenda mjög eða frekar líklegt að þau myndu sækja hátíðina aftur í framtíðinni. Svarendur voru sömuleiðis mjög jákvæðir í garð þeirra þjónustu sem gestum á Borgarfirði er boðið upp á og töldu hana mjög fjölbreytta miðað við stærð staðarins. Samkvæmt niðurstöðunum er hinn „týpíski“ Bræðslugestur á aldrinum 25-45 ára, kom eingöngu á Borgarfjörð vegna Bræðslunnar og dvaldi þar frá fimmtudegi til sunnudags. Flestir sögðust hafa komið áður og líkað vel en margir nefndu einnig náttúru Borgarfjarðar og tengsl við íbúa staðarins þegar spurt var um ástæðu þess að þeir komu. Þá kom líka fram í niðurstöðum könnunarinnar að gestir segjast verja að jafnaði um 60.000 kr. á meðan á dvöl þeirra á Borgarfirði stendur. Eins og áður sagði eru gestir sem hafa aðgang að Bræðslutónleikunum um 1.000, en áætlað er að amk annar eins fjöldi sæki Borgarfjörð heim um Bræðsluhelgina. Því má draga þá ályktun af þessum niðurstöðum að innspýtingin sem Bræðslan kemur með inn í hið borgfirska hagkerfi sé mæld í tugum milljóna. Aðstandur Bræðslunnar þakka fyrir það mikla traust og þá ánægju sem lesa má úr niðurstöðunum, þær munu hvetja þá til að halda áfram á sömu braut í góðu samstarfi við þjónustuaðila og aðra íbúa Borgarfjarðar eystra á næstu árum. Með fylgja myndir frá áðurnefndum kynningarfundi, en þar fór Olgeir Pétursson einnig yfir reynslu þeirra sem standa að Dyrfjallahlaupinu sem sömuleiðis er orðinn mjög stór og mikilvægur viðburður fyrir samfélagið á Borgarfirði. Bræðslan fer næst fram laugardaginn 29. júlí 2023 og undirbúningur er í fullum gangi. 115 15. nóvember, 2022 SHOW IMAGE Kæra Bræðslufólk! Nú þegar tæpir 50 dagar eru liðnir frá Bræðslunni sendum við á alla okkar miðakaupendur litla viðhorfskönnun þar sem við spyrjum út í upplifun þeirra á Bræðslunni í sumar. Tilgangurinn er einfaldlega að fá að heyra hvað við getum gert betur næst og hvað gestir eru ánægðir með. Við værum mjög þáttlátir ef þið sem hafið fengið skeyti gefið ykkur 3-5 mín í að taka þátt, þið getið svo sent póst skv. leiðbeiningum í könnuninni, farið í pott og átt möguleika á að fá fría miða á næstu Bræðslu! Þið sem voruð með miða á Bræðsluna í sumar en hafið ekki fengið sendan tengil á könnunina, endilega sendið okkur skilaboð hér á Facebooksíðunni og við munum senda tengil á könnun til baka. Lifið heil Bræðslustjórarnir 60 7. september, 2022 SHOW IMAGE PLAY VIDEO #Bræðslan
Bræðslan hvetur ykkur til að kynna ykkur Jóladaginn á Borgarfirði á laugardaginn, endilega kíkið í fjörðinn ef þið getið! Bræðslan hvetur ykkur líka til að kaupa borgfirskar vörur og gjafabréf í jólapakkann ef það er möguleiki. Ást og friður og hlökkum til að kynna fyrir ykkur frábæra Bræðslu næsta árs, takið 29. júlí 2023 frá í dagatalinu! 9 15. desember, 2022 SHOW IMAGE PLAY VIDEO Er komin Bræðsluvika? Ekki alveg, en samt ætla Magni & the Hafthors að telja í tónleika í Fjarðarborg hérna á Borgarfirði annað kvöld kl 22:00. Óskalög, ekkert ákveðið eins og venjulega og allt getur gerst. Komdu og upplifðu smá Bræðslufíling í nóvember á Borgarfirði. Næg tjaldsvæði 57 18. nóvember, 2022 SHOW IMAGE Mikil ánægja með Bræðsluna meðal gesta hennar Tónlistarhátíðin Bræðslan sem haldin er síðasta laugardag fyrir Verslunarmannahelgi ár hvert á Borgarfirði eystra fór fram í 17. skiptið sl. sumar. Til að heyra hug gesta hátíðarinnar til framkvæmdar og skipulags hátíðarinnar sendur forsvarsmenn hennar spurningalista á alla þá sem keyptu miða á hátíðina og niðurstöður hennar liggja nú fyrir. Þær voru kynntar á fundi með Ferðamálahópi Borgarfjarðar og fulltrúum frá sveitarfélaginu Múlaþingi á dögunum. Þáttaka í könnunnin fór langt fram úr væntingum en alls svöruðu 189 gestir, en um 1.000 manns hafa aðgang að tónleikunum ár hvert og uppselt hefur verið ár hvert síðan árið 2008. Svarendur voru beðnir að senda póst og kvitta fyrir þátttöku og úr þeim nöfnum voru valdir þrír svarendur af handahófi sem fá tvo miða hver á næstu Bræðslu. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að 99% þátttakenda segja viðhorf sitt til hátíðarinnar ýmist frekar eða mjög jákvætt, reyndar segja um 85% að viðhorf þeirra sé mjög jákvætt. Þá sögðu 94% svarenda mjög eða frekar líklegt að þau myndu sækja hátíðina aftur í framtíðinni. Svarendur voru sömuleiðis mjög jákvæðir í garð þeirra þjónustu sem gestum á Borgarfirði er boðið upp á og töldu hana mjög fjölbreytta miðað við stærð staðarins. Samkvæmt niðurstöðunum er hinn „týpíski“ Bræðslugestur á aldrinum 25-45 ára, kom eingöngu á Borgarfjörð vegna Bræðslunnar og dvaldi þar frá fimmtudegi til sunnudags. Flestir sögðust hafa komið áður og líkað vel en margir nefndu einnig náttúru Borgarfjarðar og tengsl við íbúa staðarins þegar spurt var um ástæðu þess að þeir komu. Þá kom líka fram í niðurstöðum könnunarinnar að gestir segjast verja að jafnaði um 60.000 kr. á meðan á dvöl þeirra á Borgarfirði stendur. Eins og áður sagði eru gestir sem hafa aðgang að Bræðslutónleikunum um 1.000, en áætlað er að amk annar eins fjöldi sæki Borgarfjörð heim um Bræðsluhelgina. Því má draga þá ályktun af þessum niðurstöðum að innspýtingin sem Bræðslan kemur með inn í hið borgfirska hagkerfi sé mæld í tugum milljóna. Aðstandur Bræðslunnar þakka fyrir það mikla traust og þá ánægju sem lesa má úr niðurstöðunum, þær munu hvetja þá til að halda áfram á sömu braut í góðu samstarfi við þjónustuaðila og aðra íbúa Borgarfjarðar eystra á næstu árum. Með fylgja myndir frá áðurnefndum kynningarfundi, en þar fór Olgeir Pétursson einnig yfir reynslu þeirra sem standa að Dyrfjallahlaupinu sem sömuleiðis er orðinn mjög stór og mikilvægur viðburður fyrir samfélagið á Borgarfirði. Bræðslan fer næst fram laugardaginn 29. júlí 2023 og undirbúningur er í fullum gangi. 115 15. nóvember, 2022 SHOW IMAGE Kæra Bræðslufólk! Nú þegar tæpir 50 dagar eru liðnir frá Bræðslunni sendum við á alla okkar miðakaupendur litla viðhorfskönnun þar sem við spyrjum út í upplifun þeirra á Bræðslunni í sumar. Tilgangurinn er einfaldlega að fá að heyra hvað við getum gert betur næst og hvað gestir eru ánægðir með. Við værum mjög þáttlátir ef þið sem hafið fengið skeyti gefið ykkur 3-5 mín í að taka þátt, þið getið svo sent póst skv. leiðbeiningum í könnuninni, farið í pott og átt möguleika á að fá fría miða á næstu Bræðslu! Þið sem voruð með miða á Bræðsluna í sumar en hafið ekki fengið sendan tengil á könnunina, endilega sendið okkur skilaboð hér á Facebooksíðunni og við munum senda tengil á könnun til baka. Lifið heil Bræðslustjórarnir 60 7. september, 2022 SHOW IMAGE PLAY VIDEO